Utankjörfundaratkvæðagreiðsla og skráning námsmanna á kjörskrá

Kosið verður um sameiningu Eyja- og Miklaholtshreppar og Snæfellsbæjar laugardaginn 19. febrúar nk. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er þegar hafin.  Íbúar sveitarfélaganna, sem eiga kosningarétt í kosningunum samkvæmt II. kafla laga um kosningar til sveitarstjórna og eiga þess ekki kost að mæta á kjörstað, geta því greitt atkvæði sitt hjá sýslumönnum og í sendiráðum á opnunartíma fram að kjördegi þann 19. febrúar nk. Kjósendum er bent á að hafa persónuskilríki meðferðis á kjörstað. Nánar má lesa í frétt á vef sameiningarviðræðnanna. 

Samstarfsnefnd sveitarfélaganna um sameiningarviðræðurnar vill einnig koma því á framfæri að námsmenn sem áttu síðast skráð lögheimili á Íslandi í umræddum sveitarfélögum geta sótt um að vera teknir á kjörskrá. Gildir umsóknin eingöngu fyrir þessar einu kosningar.

Tilkynningu um nám á norðurlöndunum skal senda rafrænt á eyðublaðinu K-101. Tilskilið er að framvísa staðfestingu á námsvist. Gert er ráð fyrir því að makar og skyldulið námsmanna tilkynni sig á sama hátt með tilvísun í viðkomandi námsmann. Nánari upplýsingar í síma 515-5300 eða með tölvupósti á kosningar@skra.is. Sjá nánar á vef Þjóðskrár.