Útvarpsstöðin K100 í Snæfellsbæ í dag
12.06.2020 |
Fréttir
Útvarpsstöðin K100 verður í beinni útsendingu frá Snæfellsbæ í dag.
Morgunþáttur stöðvarinnar, Ísland vaknar, hófst kl. 06:00 í morgun og stendur til kl. 10:00. Þættinum er útvarpað í beinni útsendingu frá Ólafsvík. Síðdegis taka þeir Logi Bergmann og Siggi Gunnars við keflinu og verða í beinni frá kl. 16:00 - 18:00. Auk þess verður fréttum frá sveitarfélaginu miðlað á öldum ljósvakans í allan dag og fjöldi viðmælenda úr samfélaginu koma fram í þáttunum tveimur.
Íbúar eru hvattir til þess að fylgjast með og stilla á K100 í útvarpinu, sjónvarpinu eða einfaldlega á K100.is.