Útvarpsstöðin K100 verður á Sandara- og Rifsaragleði

Útvarpsstöðin K100 verður í beinni útsendingu frá Snæfellsbæ föstudaginn 12. júlí.

Þáttastjórnendurnir Kristín Sif, Bolli og Þór Bæring úr morgunþættinum Ísland vaknar renna vestur og hitta íbúa og aðra gesti á fjölskylduhátíðinni Sandara- og Rifsaragleði sem fer fram um helgina.

Auk þess er fjallað um Snæfellsbæ í fimmtudagsútgáfu Morgunblaðsins, á ferðavef mbl.is, á vefmiðlum útvarpsstöðvarinnar og þá verður einnig fréttum frá sveitarfélaginu miðlað alla helgina í útvarpinu.

Jafnframt verður skemmtikvöld K100 í Félagsheimilinu Röst fimmtudaginn 11. júlí. Þar verður boðið upp á „live show og pöbbkviss“ og margt fleira áður en tónlistarmaðurinn Stebbi Jak lokar kvöldinu með gítar í hönd og sendir alla heim með bros á vör. Frítt er á skemmtikvöldið og veglegir vinningar í boði.

Íbúar eru hvattir til þess að fylgjast með K100 á samfélagsmiðlum og stilla á K100 í útvarpinu, sjónvarpinu eða einfaldlega á K100.is