Útvarpsstöðin K100 verður í Snæfellsbæ 12. júní
Útvarpsstöðin K100 verður í beinni útsendingu frá Snæfellsbæ föstudaginn 12. júní.
Morgunþátturinn Ísland vaknar hefst klukkan 06:00 að morgni föstudags og verður í beinni frá Ólafsvík. Síðdegisþátturinn með Loga Bergmann og Sigga Gunnars verður einnig í Snæfellsbæ og ætla þeir félagar að fara lengri og skemmtilegri leiðina heim.
Auk þess verður fjallað um sveitarfélagið í fimmtudagsútgáfu Morgunblaðsins, á ferðavef mbl.is, á vefmiðlum útvarpsstöðvarinnar og þá verður einnig fréttum frá sveitarfélaginu miðlað allan daginn í útvarpinu á föstudaginn.
Fjöldi skemmtilegra viðmælenda verður í þáttunum á K100 og mikið um að vera í sveitarfélaginu.
Er eitthvað að gerast hjá þér um helgina? Ábendingar um skemmtilega viðmælendur og umræðupunkta fyrir þættina má senda á neðangreint netfang eða símanúmer og því verður komið til þáttarstjórnenda.
Heimir Berg
heimir@snb.iss. 866-6655