Vegna frétta um kynþáttafordóma á Snæfellsnesi
14.07.2020 |
Fréttir
Snæfellsbær fordæmir kynþáttafordóma og hvers kyns mismunun á fólki.
Í ljósi frétta af mæðginum sem urðu fyrir kynþáttafordómum á Snæfellsnesi vill Snæfellsbær árétta að allir eru velkomnir í Snæfellsbæ.
Í Snæfellsbæ er fjölmenning í heiðri höfð og fjölþjóðlegt samfélag okkar byggir duglegt fólk frá fjölmörgum þjóðlöndum. Samfélagið einkennist af víðsýni, jafnrétti og gagnkvæmri virðingu í samskiptum fólks af ólíkum uppruna og það væri vissulega fátæklegra nyti íbúa og gesta af fjölbreyttum kynþáttum, kynjum og trúarbrögðum ekki við.
Fordómar á borð við þá sem um ræðir í þessu tilfelli eru ekki velkomnir í Snæfellsbæ.
Það er von Snæfellsbæjar að mæðginin njóti lífsins á Snæfellsnesi og viti að þau eru ævinlega velkomin.