Vegur að Djúpalónssandi lokaður 12. - 22. september vegna framkvæmda
10.09.2024 |
Fréttir
Vakin er athygli á meðfylgjandi tilkynningu frá Snæfellsjökulsþjóðgarði:
Vegna framkvæmda verður vegurinn niður að Djúpalónssandi lokaður allri umferð dagana 12. - 22. september.
Umhverfisstofnun stendur fyrir framkvæmdum á neðra bílastæði við Djúpalónssand þar sem malbikað verður ásamt því að bíla- og rútustæði verða merkt.
Við bendum áhugasömum á stikaða gönguleið (2 km) sem liggur frá efra bílastæði að Djúpalónssandi. Gönguleiðin er krefjandi og tekur um 45 mínútur aðra leið.
Einnig bendum við á góða áfangastaði við Svalþúfu og Malarrif en þar má finna gestastofu þjóðgarðsins, góð bílastæði og salernisaðstöðu.