Velferðarstefna Vesturlands
22.01.2019 |
Fréttir
Velferðarstefna Vesturlands liggur nú til umsagnar hjá sveitarfélögum á Vesturlandi og hjá öðrum hagsmunaaðilum með umsagnarfresti til 15. febrúar næstkomandi. Velferðarstefnan var kynnt á fundi bæjarstjórnar Snæfellsbæjar þann 10. janúar síðastliðinn og verður afgreidd á fundi bæjarráðs eða bæjarstjórnar undir lok janúarmánaðar.
Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér stefnuna og skila áliti sínu fyrir mánaðarmót með því að senda tölvupóst á snb@snb.is.