Verkalýðsdagurinn í Snæfellsbæ
29.04.2019 |
Fréttir
Alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins verður fagnað hér í bæ á miðvikudaginn, 1. maí næstkomandi, líkt og annars staðar. Verkalýðsfélag Snæfellinga, Starfsmannafélag Dala- og Snæfellssýslu og Sameyki halda samkomur á Snæfellsnesi í tilefni dagsins. Í Snæfellsbæ hefst dagskrá í félagsheimilinu Klifi kl. 15:30 og verður sem hér segir:
- Kynnir og ræðumaður verður Vignir Smári Maríasson, formaður verkalýðsfélags Snæfellinga.
- Tónlistarskóli Snæfellsbæjar flytur tónlistaratriði.
- Þórunn Lárusdóttir og Karl Olgeirsson stíga á svið.
- Kaffiveitingar að hætti eldri borgara.
- Sýning frá eldri borgurum.
- Að lokum verður boðið í bíó í Klifi kl. 18:00.
Félagsmenn og aðrir íbúar eru hvattir til að mæta og eiga saman góðan dag. Börn í fylgd með fullorðnum. Hægt er að smella á myndina til að sjá hana í betri upplausn.