Verkefni frá Snæfellsbæ hljóta styrki úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands
Síðastliðinn föstudag veitti Uppbyggingarsjóður Vesturlands styrki til 75 verkefna.
Alls bárust sjóðnum 126 umsóknir og veittir voru styrkir til 75 verkefna. Í heildina var sótt um rúmlega 190 m.kr. Heildarupphæð styrkja nam 46.400.000 króna. Þetta er tíunda árið sem sjóðurinn úthlutar styrkjum til annars vegar menningarverkefna og hins vegar atvinnu- og nýsköpunarverkefna en sjóðurinn er hluti af Sóknaráætlun Vesturlands.
Eftirfarandi verkefni úr Snæfellsbæ hlutu menningarstyrki og óhætt er að segja að menningarlíf blómstri í Snæfellsbæ.
- TeneRif - Listahátíð á vegum Frystiklefans.
- Sýningarhald í Himinbjörg listhúsi - 3 veggir listrými.
- Kvenfélag Ólafsvíkur vegna uppsetningar listaverks í tilefni af 70 ára afmæli kvenfélagsins.
- Hollvinasamtök Pakkhússins í Ólafsvík.
- Helen Sheptytska vegna uppsetningar á listaverkinu Hvalurinn.
- Verkefnið Bergmál-Echo. Halldór Eyjólfsson fyrir hönd Hvítahússins.
- Auk þess fengu bæði Sjóminjasafnið á Hellissandi og Frystiklefinn á Rifi stofn- og rekstrarstyrki til að halda áfram með það góða starf sem unnið er á báðum stöðum.
Það er mikið ánægjuefni að sjá hve blómlegt atvinnu- og menningarlífi á Vesturlandi er með öllum þessum fjölda umsókna og það er óhætt að segja að mörg áhugaverð og frábær verkefni eru komin í gang eða í þann mund að hefjast.