Verkfalli lokið og starfsemi hefst að fullu að nýju

Samningar náðust milli BSRB og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga snemma á laugardagsmorguninn. Starfsemi þeirra stofnana sem verkfall starfsmanna BSRB hafði áhrif á, hefur því nú hafist að nýju. Leikskólinn er opinn, sundlaugarnar í Ólafsvík og við Lýsuhólsskóla eru opnar og óskert þjónusta er á bæjarskrifstofunni.

Vinna hófst í Áhaldahúsi Snæfellsbæjar á mánudagsmorguninn og jafnframt mættu sumarstarfsmenn og vinnuskólabörn til vinnu þá. Okkur þykir leitt að það fórst fyrir að tilkynna foreldrum um upphaf vinnuskólans og því eru einhver börn sem misstu af mætingu þennan fyrsta morgun eftir verkfallslok. Viljum við biðja foreldra þessara barna að senda tölvupóst á lilja@snb.is og munum við taka tillit til vöntunar á upplýsingaflæði við útreikning launa barnanna í vinnuskólanum.