Vestfjarðavíkingurinn fer fram í Snæfellsbæ um helgina

Aflraunakeppni milli sterkustu manna landsins, Vestfjarðavíkingurinn, fer fram dagana 4. og 5. júlí 2020 og fara tvær keppnisgreinar fram í Snæfellsbæ.

Á laugardeginum mun heljarmennin sem taka þátt lyfta handlóðum af stærri gerðinni við Sjóminjasafnið á Hellissandi og draga bíla við Pakkhúsið í Ólafsvík á sunnudeginum. Keppnin hefur verið haldin árlega undanfarna áratugi og alla jafna fara einhverjar keppnisgreinar fram í Snæfellsbæ.

Dagskrá Vestfjarðarvíkingsins er hægt að sjá hér að neðan.

Laugardagur 4. júlí

Búðardalur kl. 12:00

Réttstöðulyfta og Steinatök við skólann.

Hellissandur kl. 18:00

Risa handlóð við Sjóminjasafnið á Hellissandi

Sunnudagur 5. júlí

Ólafsvík kl. 12:00

Bíladráttur við Pakkhúsið

Stykkishólmur kl. 17:00

Kast yfir vegg við gömlu kirkjuna og blönduð grein við hafnarvoginn