Vesturland í sókn - fjarfundur hjá SSV 17. mars

SSV boðar til fundar á Teams miðvikudaginn 17. mars kl. 09:00-10:00. Á fundinum mun Sævar Kristinsson ráðgjafi hjá KPMG fara yfir breytingar í atvinnulífi á Vesturlandi undanfarin tvö ár með hliðsjón af sviðmyndagreiningu um framtíð atvinnulífs á Vesturlandi sem birt var síðla árs 2019. Í skýrslu sem gefin var út undir heitinu Atvinnulíf á Vesturlandi árið 2040 voru birtar fjórar sviðsmyndir um framtíð atvinnulífs á Vesturlandi til ársins 2040, er einhver þessara sviðsmynda að rætast?

Skráningu lýkur þriðjudaginn 16. mars kl. 15:00. Þeir sem skrá sig fá hlekk á veffundinn.

SKRÁNING HÉR