Vesturland valið vetraráfangastaður Evrópu
14.01.2019 |
Fréttir
Annað árið í röð hlýtur Vesturland viðurkenningu í tímaritinu Luxury Travel Guide. Árið 2017 var það valið sem myndrænasti áfangastaður Evrópu og árið 2018 sem vetraráfangastaður Evrópu.
Luxury Travel Guide valdi Vesturland ,,Winter Destination of Europe” 2018. Luxury Travel Guide sérhæfir sig í skrifum um áfangastaði, hótel, heilsulindir, tækni og fleira en blaðið leggur áherslu á betur borgandi ferðamenn. Vesturland var valið vegna mikillar náttúrufegurðar og þá sérstaklega heillandi yfir vetrarmánuðina.
Í grein Luxury Travel Guide er stiklað á stóru yfir það sem er að finna á Vesturlandi og þar kemur paradísin Snæfellsnes að sjálfsögðu við sögu með sínar „töfrandi hraunbreiður, eldgíga og litlu fiskiþorpin“ eins og segir í blaðinu.
Nánar má lesa um málið hjá Markaðsstofu Vesturlands.