Viðvera atvinnuráðgjafa og menningarfulltrúa í Ólafsvík 11. janúar
06.01.2022 |
Fréttir
Uppfært: Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hafa ákveðið að fresta öllum viðverum ráðgjafa þessa vikuna í ljósi stöðunnar í samfélaginu. Hægt er að hafa samband við Helgu Guðjónsdóttur í síma 895-6707.
Helga Guðjónsdóttir, atvinnuráðgjafi SSV, og Sigursteinn Sigurðsson, menningarráðgjafi SSV, verða í Átthagastofu Snæfellsbæjar þriðjudaginn 11. janúar frá kl. 10:00 – 12:00.
Tímapantanir hjá Helgu í síma 895-6707.
Verkefni atvinnuráðgjafa:Atvinnuráðgjafi er einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarstjórnum til aðstoðar á sviði atvinnumála. M.a. er veitt:
- aðstoð við að greina vandamál
- leiðbeiningar um hvar er hægt að fá aðstoð, bæði fjárhagslega og tæknilega frá stoðkerfum atvinnulífsins
- aðstoð við gerð umsókna til sjóða
- aðstoð við gerð rekstraráætlana
- aðstoð við markaðsmál