Viðvera atvinnuráðgjafa og menningarfulltrúa í Snæfellsbæ 19. apríl
12.04.2021 |
Fréttir
Helga Guðjónsdóttir, atvinnuráðgjafi SSV, og Sigursteinn Sigurðsson, menningarráðgjafi SSV, verða í Átthagastofu Snæfellsbæjar mánudaginn 19. apríl n.k. frá kl. 10:00 – 12:00.
Verkefni atvinnuráðgjafa felast í að vera einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarstjórnum til aðstoðar á sviði atvinnumála. M.a. er veitt:
- aðstoð við að greina vandamál
- leiðbeiningar um hvar er hægt að fá aðstoð, bæði fjárhagslega og tæknilega frá stoðkerfum atvinnulífsins
- aðstoð við gerð umsókna til sjóða
- aðstoð við gerð rekstraráætlana
- aðstoð við markaðsmál