Viðvera atvinnuráðgjafa og menningarfulltrúa í Snæfellsbæ 5. október

Helga Guðjónsdóttir, atvinnuráðgjafi SSV, og Sigursteinn Sigurðsson, menningarráðgjafi SSV, verða í Átthagastofu Snæfellsbæjar mánudaginn 5. október frá kl. 10:00 – 12:00.

Verkefni atvinnuráðgjafa felast í að vera einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarstjórnum til aðstoðar á sviði atvinnumála. M.a. er veitt:

  • aðstoð við að greina vandamál
  • leiðbeiningar um hvar er hægt að fá aðstoð, bæði fjárhagslega og tæknilega frá stoðkerfum atvinnulífsins
  • aðstoð við gerð umsókna til sjóða
  • aðstoð við gerð rekstraráætlana
  • aðstoð við markaðsmál
Helga Guðjónsdóttir, sími: 895-6707, netfang: helga@ssv.is Menningarfulltrúi vinnur að ýmsum samstarfsverkefnum og ráðgjöf varðandi menningarmál. Menningarfulltrúi starfar með uppbyggingarsjóðnum og veitir umsækjendum um menningarstyrki upplýsingar og ráðgjöf. Menningarfulltrúi vinnur einnig með fagráði menningarmála að tillögu um úthlutun menningarstyrkja úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands og heldur utan um samskipti við styrkþega sjóðsins. Mörg mjög áhugaverð og fjölbreytt verkefni hafa hlotið menningarstyrki, auk þess sem veittir hafa verið styrkir til stofnana og fyrirtækja sem vinna að menningarmálum. Sigursteinn, sími: 698-8503, netfang: sigursteinn@ssv.is