Viðvera atvinnuráðgjafa tekur mið af aðstæðum

Viðvera atvinnuráðgjafa Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi taka mið af aðstæðum í samfélaginu og fara nú eingöngu fram í gegnum síma eða fjarfundarbúnaðinn Zoom. Um tímabundna ráðstöfun er að ræða.

Atvinnuráðgjafi hér í Snæfellsbæ verður því ekki með viðveru í ráðhúsi Snæfellsbæjar í dag, 6. október, eins og skipulag gerði ráð fyrir.

Ráðgjafar SSV fylgjast grannt með framvindu mála á þessum óvissutímum og geta aðstoðað, veitt ráðgjöf og miðlað upplýsingum til fyrirtækja og rekstraraðila á Vesturlandi.

Hægt er að hringja í atvinnuráðgjafa hér í síma 895-6707 og bóka fjarfund eða ræða málin símleiðis.

Atvinnuráðgjafi SSV í Snæfellsbæ:

Helga Guðjónsdóttir

Atvinnuráðgjafi

Sími: 895-6707

Netfang: helga@ssv.is Verkefnastjóri menningarmála og velferðarstefnu Vesturlands:

Sigursteinn Sigurðsson

Sími: 698-8503

Netfang: sigursteinn@ssv.is Nánar má lesa um hlutverk atvinnuráðgjafa á vefsíðu SSV.