Viðvera ráðgjafa frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi í febrúar
04.02.2025 |
Fréttir
Helga Guðjónsdóttir, atvinnuráðgjafi SSV, og Sigursteinn Sigurðsson, menningarfulltrúi SSV, verða með opna skrifstofu í Röstinni á Hellissandi miðvikudaginn 12. febrúar 2025 frá kl. 10:00 - 15:00.
Hægt er að fá margskonar ráðgjöf um atvinnu- og nýsköpunarverkefni og menningartengd verkefni hjá SSV. Ráðgjöf felst í upplýsingum um styrki og sjóði, áætlanagerð og fleira.
Mælt með því að einstaklingar bóki tíma. Einnig er hægt að panta viðtal á öðrum tímum en auglýst er.
Netfangið hjá Helgu er helga@ssv.is.
Netfangið hjá Sigursteini er sigursteinn@ssv.is.