Vignir Snær er íþróttamaður HSH 2018
28.01.2019 |
Fréttir
Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu (HSH) veitti á föstudaginn viðurkenningar til íþróttamanna HSH vegna ársins 2018. Íþróttamenn voru heiðraðir fyrir góðan árangur á liðnu ári auk þess sem veitt var viðurkenning fyrir vinnuþjark ársins.
Það var að lokum Vignir Snær Stefánsson, knattspyrnumaður úr röðum Víkings Ólafsvíkur, sem var kjörinn Íþróttamaður HSH 2018. Þá má einnig nefna að Rögnvaldur Ólafsson úr Golfklúbbnum Jökli var kylfingur ársins 2018.
Eftirtaldir hlutu viðurkenningar:
- Blakmaður HSH 2018 – Lydía Rós Unnsteinsdóttir, Umf. Grundarfjarðar
- Hestaíþróttamaður HSH 2018 - Siguroddur Pétursson, Hestamannafélagið Snæfellingur
- Knattspyrnumaður HSH 2018 – Vignir Snær Stefánsson, Umf. Víkingur
- Kylfingur HSH 2018 - Rögnvaldur Ólafsson, Golfklúbburinn Jökull
- Körfuknattleiksmaður HSH 2018 – Berglind Gunnarsdóttir, Umf. Snæfell
- Skotíþróttamaður HSH 2018 – Jón Pétur Pétursson, Skotfélag Snæfellsness
- Vinnuþjarkur HSH 2018 – Skotgrund Skotfélag Snæfellsness