Viltu hafa umsjón með félagsstarfi eldri borgara?
14.08.2019 |
Fréttir
Starfskraft vantar til að hafa umsjón með félagsstarfi eldri borgara í samvinnu við aðra manneskju. Viðkomandi þarf að geta hafið störf um mánaðarmótin ágúst/september.
Greitt er fyrir vinnuna í tímavinnu og teljast það 64 klst. á mánuði í 9 mánuði á ári, en starfið stendur frá byrjun september til loka maí ár hvert.
Æskilegt er að umsækjandi geti bakað og sé vel handavinnufær.
Fastur vinnutími og viðverutími er á miðvikudögum frá hádegi og fram eftir degi í Félagsheimilinu Klifi þar sem félagsstarfið fer fram.
Laun eru skv. kjarasamningi Starfsmannafélags Dala- og Snæfellsnes og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Nánari upplýsingar veitir bæjarritari í síma 433-6900 og í netfanginu lilja@snb.is. Umsóknarfrestur er til og með 22. ágúst 2019.