Vinnuskólinn hefst í fyrramálið, 9. júní 2021

Vinnuskóli Snæfellsbæjar hefst í fyrramálið kl. 8:00. Allir nemendur mæta í Áhaldahúsið í Ólafsvík. Rúta fer frá Hellissandi 7:40.

Vinnuskólinn verður starfræktur í sex vikur, frá 9. júní til 23. júlí.

Nemendur í 8. bekk starfa í fjórar vikur, frá 9. júní til 9. júlí.

Daglegur vinnutími er frá frá kl. 8:00 – 12:00.

Nemendur í 9. og 10. bekk og unglingar fæddir árið 2004 starfa í sex vikur, frá 9. júní til 23. júlí.

Daglegur vinnutími nemenda er frá kl. 8:00 – 16:35 með hádegismat nema á föstudögum, þegar unnið er til kl. 12:00.

Reglur vinnuskólans eru einfaldar og skýrar:

  • Mæta skal á réttum tíma á réttum stað.
  • Sýna skal flokkstjórum kurteisi.
  • Einelti er ekki liðið.
  • Reykingar eru stranglega bannaðar.
  • Notkun GSM-síma, og annarra snjalltækja, er bönnuð, enda tekur bærinn enga ábyrgð á slíkum tækjum.
  • Öll forföll þarf að tilkynna til verkstjóra.
  • Leggja þarf til allan vinnufatnað og galla en Vinnuskólinn leggur til öryggisvesti.
  • Ætlast er til að krakkarnir mæti með nesti (ekki leyfilegt að fara af vinnustað í pásum).
  • Klæðnaður skal hæfa veðri og eðli vinnunnar.