Vinsæl tjaldsvæði

Það er gaman að segja frá því að tjaldsvæði Snæfellsbæjar hafa sennilega aldrei verið vinsælli.

 

Þegar fjöldi gesta á tjaldsvæðunum í nýliðnum maímánuði var borinn saman við fjölda gesta í maí á síðasta ári kom í ljós að þeim hefur fjölgað umtalsvert. Í maímánuði 2017 komu 1.145 gestir á tjaldsvæðin samanborið við 1.427 gesti í mánuðinum sem leið. Það gerir aukningu upp á heil 24,63%, sannarlega góðar fréttir og ánægjulegt að sjá að æ fleiri gestir sem kjósa þennan gistimöguleika sæki Snæfellsbæ heim.

Þess má geta að Snæfellsbær hefur nýlega bætt salernisaðstöðu á báðum tjaldstæðunum og lagt rafmagn í það svæði sem vantaði upp á á Hellissandi eftir að tjaldsvæðið var stækkað.

Meðfylgjandi mynd er tekin undir miðnætti af þjónustuhúsinu á tjaldsvæðinu í Ólafsvík.