Visit West Iceland á Snapchat

Markaðsstofa Vesturlands er komin á Snapchat og mun láta „snappið“ ganga á milli samstarfsaðila sinna í sumar. Fyrirkomulagið verður með þeim hætti að hver aðili fær þrjá daga í senn til að kynna sig og þjónustu sína.

Tilgangurinn með þessu framtaki er að kynna Vesturland og þann fjölbreytileika sem landshlutinn býr yfir, hvort tveggja fyrir

 

heimamönnum og gestum, og standa vonir til þess að framtakið eigi eftir að vekja mikla lukku og auka sýnileika ferðaþjónustuaðila á svæðinu.

„Snappið“ hjá Markaðsstofu Vesturlands er

 

westiceland og fór af stað í gær. Það var

 

Arnheiður Hjörleifsdóttir á Bjarteyjarsandi í Hvalfirði sem reið á vaðið og veitti áhorfendum skemmtilega innsýn inn í starf þeirra í og við Hvalfjörðinn.

Þess má geta að fimmtudaginn 14. júní tekur Kári Viðars við boltanum og verður með hann í þrjá daga. Þá eru hvort tveggja Snæfellsbær og Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull skráð til leiks á næstu vikum sem og fjölmörg önnur áhugaverð fyrirtæki hér á Vesturlandi.

Endilega bætið westiceland á vinalistann hjá ykkur og fylgist með.