Vorhreinsun í Snæfellsbæ 30. maí til 12. júní
Vorhreinsun verður í Snæfellsbæ frá 30. maí til 12. júní
Tökum höndum saman og fegrum bæinn okkar. Flestum okkar líður betur í snyrtilegu umhverfi og nú er góður tími til að hreinsa nærumhverfið og eigin lóðir.
Gámar fyrir garðúrgang ásamt gámum með mold verða settir upp á eftirtöldum stöðum:
Ólafsvík
við Grundarbraut 38 – 42
Rifi
á túni við Háarif 37
Hellissandi
við félagsheimilið Röst
Molta verður í boði hjá Terra umhverfisþjónustu. Úrgangi skal skilað á starfsstöð Terra sem er opin þriðjudaga og fimmtudaga milli 15:00 – 18:00 og laugardaga kl. 11:00 – 15:00.
Rusl úr görðum og nærumhverfi sem sett hefur verið í ruslapoka við lóðarmörk verður hirt af starfsmönnum áhaldahúss mánudaginn 12. júní. Ganga þarf vel frá úrganginum í lokaða poka og binda smærri trjágreinar saman í knippi. Poka með úrgangi og greinaknippi skal setja við lóðarmörk og ganga þannig frá að auðvelt sé að nálgast til að fjarlægja en jafnframt að umferð um gangstéttir teppist ekki.
Athugið: Það þarf að vera búið að setja rusl við lóðarmörk fyrir hádegi mánudaginn 12. júní til að það verði hirt af starfsmönnum áhaldahússins.