Auglýsing um breytingu deiliskipulags Brekkunnar í Ólafsvík

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti 11. maí 2021 að auglýsa tillögu að breyttu skipulagi fyrir Brekkuna í Ólafsvík skv. 1. mg. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í tillögunni er lagt til að lóðum neðan gróðurbeltis verði fækkað úr 19 í 11 lóðir, botnlangagötum er fækkað og milli þeirra er gert ráð fyrir gróðurbelti til að taka upp hæðarmun. Vegna fækkunar lóða er byggingarreitum hliðrað og viðbyggingarreitum er breytt og neðri botnlangagatan er löguð að framkvæmd götu. Á lóðum nr. 9 – 11 við Miðbrekku er uppdráttur óbreyttur, en þar verði heimilt að reisa parhús eða slá lóðum saman og reisa einbýlishús. Megin breytingin er að á neðri hluta svæðisins verður heimilt að hafa hús breytileg, á fáeinum lóðum er hugsanlegt að hafa einnar hæðar hús, en almennt verði þau stölluð eða kjallari og efri hæð, þannig að þau verði felld að landhalla.

Tillagan er aðgengileg hér að neðan og mun sömuleiðis liggja frammi í Ráðhúsi Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4 á opnunartíma frá 27. maí 2021 til 8. júlí 2021.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdum er til 8. júlí 2021 . Skila skal athugasemdum skriflega til Tæknideildar Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4, 360 Hellissandi eða á netfangið: byggingarfulltrui@snb.is

Tæknideild Snæfellsbæjar

Viðhengi: