Auglýsing um nýtt deiliskipulag Hraunbala í landi Miðhúsa, Snæfellsbæ

Á svæðinu hefur verið byggt eftir deiliskipulagi sem var auglýst árið 2001 en ekki var gengið frá gildistöku þess. Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti á ný, þann 30. janúar 2020 að auglýsa tillögu að nýju skipulagi fyrir Hraunbala í landi Miðhúsa skv. 1. mg. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Svæðið er á náttúruminjaskrá nr. 223, utanvert Snæfellsnes.

Í tillögunni er lagt til að aðkoma verði um veg nr. 5728-01H að Miðhúsum og gerðir verði akfærir stígar að húsum. Á hverri lóð verði tvö bílastæði, engar girðingar verði reistar á svæðinu og ekkert óþarfa rask verði á hrauni.  Lögð er áhersla á vandaða hönnun, góðan frágang og að byggð falli vel að landi.

Tillagan er aðgengileg hér að neðan og mun sömuleiðis liggja frammi í Ráðhúsi Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4 á opnunartíma frá 27. maí 2021 til 8. júlí 2021.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdum er til 8. júlí 2021. Skila skal athugasemdum skriflega til Tæknideildar Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4, 360 Hellissandi eða á netfangið: byggingarfulltrui@snb.is

Tæknideild Snæfellsbæjar

Viðhengi: