Endurbætur á anddyri á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Jaðri

Unnið er að endurbótum á anddyrinu á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Jaðri og það gert bjartara, stærra og betra.

Anddyri verður breytt verulega og aðgengi stórbætt. Anddyrið hefur verið tæpir fimm fermetrar en eftir endurbætur verður það rúmir 26 fermetrar. Til að bæta aðgengi verða jafnframt settar upp rafdrifnar hurðir til að auðvelda umgang.

Gert er ráð fyrir að framkvæmdin standi yfir í nokkrar vikur. Á meðan verður inngangurinn fyrir framan skrifstofuna notaður. Gengið inn hægra megin frá Hjarðartúni.