Lýsing og matslýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi á Hellnum
08.10.2020 |
Fréttir, Skipulagsmál
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar hefur samþykkt lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Snæfellsbæjar 2015-2031 í samræmi 1. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lýsingin er gerð vegna fyrirhugaðrar breytingar gildandi aðalskipulags Snæfellsbæjar á Hellnum. Á landi Gíslabæjar verði landnotkun á svæði ofan vegar breytt þannig að þar verði verslun og þjónusta og svæði fyrir íbúðarbyggð minnkað. Í gildandi aðalskipulagi er verslun og þjónusta eingöngu neðan vegar. Landnotkun á lóð Melabúðar 1 verði breytt úr frístundabyggð í íbúðarbyggð, en sú lóð er neðan vegar.
Hægt er að skila ábendingum vegna lýsingarinnar til skipulags- og byggingarfulltrúa á netfangið byggingarfulltrui@snb.is til og með 15. nóvember 2020. Frétt uppfærð 13. október :
Hagsmunaaðilum verður boðið upp á fjarfund 2. nóvember 2020 kl. 17:00. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig á fundinn með því að senda póst á byggingarfulltrui@snb.is.
Viðhengi: