Lýsing og matslýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar aðalskipulags Snæfellsbæjar við Dritvíkurveg og Djúpalónssand

Lýsing og matslýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar aðalskipulags Snæfellsbæjar 2015–2031 í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli og lýsing nýs deiliskipulags.

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti á fundi sínum 4. október lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Snæfellsbæjar 2015 – 2031 innan Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls í samræmi við 1. mgr. 30 greinar skipulagslaga og lýsingu vegna nýs deiliskipulags á sama svæði í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga.

Lýsing vegna breytingar aðalskipulags: Skilgreindur verður reitur fyrir bílastæði, sleppistæði og þjónustuhús neðan/vestan Útnesvegar til að stuðla að öryggi gangandi. Auk þess verði biðsvæði fyrir rútur í aflagðri efnisnámu ofan/austan Útnesvegar eins og áður var gert ráð fyrir og göngustígur lagður um hraunið niður að Djúpalóni og Dritvík. Núverandi bílastæði anna engan veginn þörf og þar myndast umferðaröngþveiti á álagstímum. Þessi beyting geri það að verkum að landnotkunarflokkurinn fyrir afþreyingar- og ferðamannasvæði AF-U-7 á Djúpalónssandi stækkar úr um 70.000 m2 (7 ha) í um 90.000 m2 (um 9 ha).

Lýsing vegna deiliskipulags: Ekki er svigrúm til að stækka núverandi bílastæði vegna eignarhalds og landslags. Deiliskipulagið mun ná yfir núverandi bílastæði og stíga, Dritvíkurveg og svæði meðfram honum, gatnamót Dritvíkurvegar og Útnesvegar, svæði norð vestan gatnamótanna fyrir nýjan áningarstað ásamt áningarsvæði, ásamt gömlu námunni austan við Útnesveg og aðkomu að Djúpalónssandi. Deiliskipulagssvæðið er allt í Þjóðgarði Snæfellsjökuls og allar framkvæmdir eru háðar samþykki Umhverfisstofnunar.

Umhverfismatsskýrsla: Gerð verður umhverfismatskýrsla fyrir aðalskipulagsbreytingu og nýtt deiliskipulag í samræmi við lög um umhverfismat framkvæmda og áætana og gerð verður grein fyrir áhrifum deiliskipulagsins á umhverfið í samræmi við 12. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ljóst er að Hólahrauni verður raskað og fellur það undir lög um náttúrvernd. Í deiliskipulagi  verður gerð grein fyrir umfangi raskaðs hrauns og mótvægisaðgerðum. Þó er ekki gert ráð fyrir að deiliskipulagið feli í sér framkvæmdir sem háðar eru mati á umhverfisáhrifum.

Allt svæðið er innan Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls og því allar framkvæmdir háðar leyfi Umhverfisstofnunar.

Lýsingar verða til kynningar frá 6. október og tekið er á móti ábendingum, athugasemdum og umsögnum vegna lýsinganna á tæknideildar Snæfellsbæjar til 20. október 2022 á netfangið byggingarfulltrui@snb.is. Viðhengi: