Nýtt deiliskipulag miðsvæðis á Hellissandi, Snæfellsbæ
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti á fundi sínum þann 8. febrúar 2024 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 41. gr skipulagslaga á miðsvæði M-1 á Hellissandi.
Á miðsvæði M-1 á Hellissandi er fyrirhugað að gera deiliskipulag fyrir stækkun hótels á lóðum nr. 7a og 9 við Klettsbúð. Deiliskipulagið er í fullu samræmi við aðalskipulag. Þar er gert ráð fyrir að hækka núverandi hótel um eina hæð og verður það þriggja hæða. Auk þess er fyrirhugað að reisa tveggja hæða viðbyggingu fyrir hótelherbergi og einnar hæðar viðbyggingu við matsal.
Gögn eru frá Valhönnun: Greinargerð, deiliskipulagsuppdráttur í mælikvarða 1:1.000 og skýringaruppdráttur í 1:500 sem sýnir snið með húshæðum. Í greinargerð á uppdrætti er gerð grein fyrir umhverfismati áætlunar.
Hægt er að skoða tillöguna frá 15. febrúar – 28. mars 2024 á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, undir málsnúmeri 953/2023. Einnig liggur tillagan frammi í Ráðhúsi Snæfellsbæjar að Klettsbúð 4, 360 Hellissandi og á heimasíðu Snæfellsbæjar.
Umsagnaraðilum og þeim sem eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna í síðasta lagi 28. mars 2024. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast inn á Skipulagsgátt vegna máls númer 953/2023.
Kynningarfundur vegna málsins verður haldinn þriðjudaginn 5. mars kl. 16:00 í Félagsheimilinu Röst á Hellissandi. Sjá nánar um kynningarfund.
Fylgigögn: