Óskað eftir umsóknum um vinnuskóla Snæfellsbæjar 2023
Snæfellsbær óskar eftir umsóknum um störf í skemmtilegri og lærdómsríkri sumarvinnu við vinnuskóla Snæfellsbæjar sumarið 2023.
Vinnuskólinn verður starfræktur í sex vikur, frá 7. júní til 19. júlí.
Nemendur sem voru að ljúka 8. bekk starfa í fjórar vikur, frá 7. júní til 5. júlí.
Nemendur sem voru að ljúka 9. og 10. bekk starfa í sex vikur, frá 7. júní til 19. júlí.
Unglingar fæddir árið 2006 geta einnig sótt um í vinnuskólanum, og vinna þeir sama tímabil og nemendur sem voru að ljúka 9. og 10. bekk.
Daglegur vinnutími nemenda sem voru að ljúka 8. bekk er frá frá kl. 8:00 – 12:00.
Daglegur vinnutími nemenda sem voru að ljúka 9., 10. bekk og hjá unglingum fæddum árið 2006 er frá kl. 8:00 – 16:35 með hádegismat nema á föstudögum, þegar unnið er til kl. 12:00.
Athugið: Nemendur sem voru að ljúka 10. bekk og unglingar í árgangi 2006 þurfa að skila rafrænum persónuafslætti og greiða í lífeyrissjóð. Iðgjöld reiknast frá næstu mánaðarmótum eftir 16 ára afmælisdag.
Vinnuskólinn er
eingöngu
ætlaður fyrir börn sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu eða eiga foreldri með lögheimili í sveitarfélaginu.
Umsóknarfrestur er til og með
21. maí 2023. Nánari upplýsingar um laun vegna vinnuskóla, reglur og annað má finna á upplýsingasíðu um vinnuskólann.