Óveruleg breyting á aðalskipulagi Snæfellsbæjar 2015 - 2031 á Hellissandi

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti á fundi sínum 3. júní 2021 að senda tillögu að óverulegri breytingu aðalskipulags Snæfellsbæjar 2015-2031 á Hellissandi til Skipulagsstofnunar í samræmi við aðra málsgrein 36 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í tillögunni er miðsvæði M-1 minnkað um 3.000 fermetra og íbúðarsvæði ÍB-4 stækkað um 3.000 fermetra. Hægt er að smella á myndirnar neðar á síðunni til að skoða umrætt svæði fyrir og eftir breytingu.

Mikil þörf er fyrir hentugt byggingarland fyrir íbúðarhúsnæði í Snæfellsbæ. Ekki er talið koma að sök að minnka miðsvæði á Hellissandi, enda eru lausar lóðir á miðsvæði á Hellissandi og í Ólafsvík.

Skipulagsstofnun hefur tekið jákvætt í erindið og tilkynnist hér með að óveruleg breyting mun að öllu óbreyttu verða staðfest á næstunni.

Sjá einnig lýsingu fyrir gerð deiliskipulags raðhúsa á Hellissandi sem bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti á fundi sínum 3. júní 2021 skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Viðhengi: