Skráning á fjarfund vegna kynningar á breytingu aðalskipulags á Hellnum
29.10.2020 |
Fréttir, Skipulagsmál
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar hefur samþykkt lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Snæfellsbæjar 2015-2031 í samræmi 1. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Eins og kom fram í frétt um lýsingu og matslýsingu vegna breytinganna þann 8. október sl. heldur Snæfellsbær fjarfund til kynningar á fyrirhugaðri breytingu mánudaginn 2. nóvember 2020 kl. 17:00. Hagsmunaaðilar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að skrá sig á fundinn með því að senda póst á byggingarfulltrui@snb.is. Fundurinn fer fram í gegnum Teams. Jafnframt er hægt að skila ábendingum vegna lýsingarinnar til skipulags- og byggingarfulltrúa á netfangið byggingarfulltrui@snb.is til og með 15. nóvember 2020. Viðhengi: