Tillaga að deiliskipulagi íbúðasvæðis á Hellissandi

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti 1. september 2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðarsvæði á Hellissandi, Snæfellsbæ skv.1. mgr. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillagan felur í sér að deiliskipulag fyrir hluta íbúðarsvæðis ÍB-04 í aðalskipulagi Snæfellsbæjar 2015-2031 á Hellissandi, en ÍB-04 var stækkað og miðsvæði M-1 minnkað samkvæmt óverulegri breytingu aðalskipulags. Á deiliskipulagssvæðinu er fyrirhugað að reisa fjögur einnar hæðar raðhús, hvert með þremur íbúðum.

Tillagan er aðgengileg hér að neðan og mun sömuleiðis liggja frammi í Ráðhúsi Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4, á opnunartíma frá 21. október – 2. desember 2021.

Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og berast tæknideild Snæfellsbæjar í síðasta lagi 2. desember 2021 á Klettsbúð 4, 360 Hellissandi eða á netfangið: byggingarfulltrui@snb.is

Tæknideild Snæfellsbæjar

Viðhengi: