Úrslit í ljósmyndasamkeppni Snæfellsbæjar
Snæfellsbær efndi til ljósmyndasamkeppni í sumar sem óhætt er að segja að hafi vakið mikla lukku og góðar viðtökur. 145 ljósmyndir bárust frá tæplega fimmtíu ljósmyndurum, hvort tveggja heimamönnum og ferðamönnum. Verðlaunaafhending fór fram í Ólafsvík í dag.
Andri Viðar Kristmannsson hlaut fyrstu verðlaun fyrir glæsilega ljósmynd úr Þjóðgarðinum Snæfellsjökli og hlýtur gjafakort að upphæð kr. 50.000 í verðlaun. Móðir hans, Svanborg Tryggvadóttir, tók við verðlaununum fyrir hans hönd. Í öðru sæti var mynd af listaverkinu Beðið í von á Hellissandi eftir Kristínu Olsen sem hlýtur gjafakort að upphæð kr. 30.000 í verðlaun. Í þriðja sæti var hress mynd úr sveitinni eftir Sigurð Friðrik Gunnarsson sem hlýtur gjafakort að upphæð kr. 20.000 í verðlaun.
Menningarnefnd Snæfellsbæjar hélt utan um verkefnið ásamt markaðs- og upplýsingafulltrúa. Í dómnefnd voru ljósmyndararnir Ragnar Axelsson og Páll Stefánsson.
Snæfellsbær þakkar frábæra þátttöku og óskar þremenningunum sem urðu hlutskarpastir til hamingju.
Hér að neðan má sjá sigurmyndirnar þrjár. Allar innsendar myndir má skoða hér.