Aðalskipulagsbreyting á Hellnum - ítarefni

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti á fundi sínum þann 1. október 2020 lýsingu á fyrirhugaðri breytingu á aðalskipulagi Snæfellsbæjar, á Hellnum. Hagsmunaaðilum var boðið til fjarfundar þann 2. nóvember 2020 þar sem fulltrúar Snæfellsbæjar kynntu lýsinguna. Hagsmunaaðilar höfðu frest til 15. nóvember 2020 til að skila inn athugasemdum.

Fyrirhuguð breyting varðar uppbyggingu ferðaþjónustu á landi Gíslabæjar, þar sem svæði fyrir verslun og þjónustu verði stækkað og svæði íbúðarbyggð minnkað. Einnig er landnotkun á lóð Melabúðar 1 breytt úr svæði fyrir frístundarbyggð í svæði fyrir íbúðarbyggð.

Hér fyrir neðan eru hlekkir á lýsinguna vegna aðalskipulagsbreytingarinnar, allar innsendar umsagnir og athugasemdir og svör Snæfellsbæjar við athugasemdum. Nöfn hagsmunaaðila hafa verið yfirstrikuð.

Viðhengi: