Skipulagsbreytingar á Hellnum - ítarefni af kynningarfundi 3. maí 2021
04.05.2021 |
Fréttir, Skipulagsmál
Í gær var haldinn opinn kynningarfundur á Teams þar sem tillaga að breytingu aðalskipulags Snæfellsbæjar á Hellnum var kynnt. Góð mæting var á fundinn og er fundargestum og hagsmunaaðilum þakkað fyrir þátttöku og sýndan áhuga.
Fyrirhuguð breyting varðar uppbyggingu ferðaþjónustu á landi Gíslabæjar, þar sem svæði fyrir verslun og þjónustu verði stækkað og svæði íbúðarbyggð minnkað. Einnig er landnotkun á lóð Melabúðar 1 breytt úr svæði fyrir frístundarbyggð í svæði fyrir íbúðarbyggð.
Minnt er á að hægt er að skila ábendingum vegna tillögunnar til sveitarfélagsins til og með 14. maí 2021. Vinsamlega sendið ábendingar á netfangið byggingarfulltrui@snb.is.
Hér fyrir neðan eru hlekkir á ítarefni af fundinum.
Viðhengi: